Fréttir

18. feb 2016

Nýjar FTL reglur taka gildi

Með reglugerð nr. 124/2016 um breytingar á reglugerð nr. 1043/2008 um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja eru innleidd ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014. Reglugerðin tekur gildi frá og með með deginum í dag, 18. febrúar 2016, að undanskildu ákvæði e-liðar í ORO.FTL.205 í III. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 965/2012, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014, sem koma skulu til framkvæmda 17. febrúar 2017. Reglugerð 124/2016 má finna á slóðinni: http://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/innanrikisraduneyti/nr/0124-2016

EASA flugöryggisstofnun Evrópu hefur unnið að þessum reglum mörg síðustu ár og er markmiðið að sömu reglur gildi í öllum löndum álfunnar hvað varðar vinnutíma og hvíld flugáhafna. Samkvæmt nýju reglunum er flugrekendum einnig gert að viðhalda ákveðnu gæðakerfi til að fylgjast með áhættuþáttum sem varða þreytu áhafna og bregðast við ef þurfa þykir.
En þrátt fyrir háleit markmið og langt innleiðingarferli liggur fyrir að skilningur eða túlkun bæði flugfélaga og flugmálayfirvalda er ekki alls staðar á einn veg.

Sjá nánar fréttatilkynningu frá ECA.

Hægt er að nálgast reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014 á slóðinni: http://www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur-i-flugmalum/EB83_2014.pdf

Reglugerð framkvæmdarstjórnar ESB má finna á slóðinni:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:32014R0083&from=EN

Lesa meira