Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
The Nordic Transport Federation (NTF) Civil Aviation Section hittust 30. - 31. maí sl. í Reykjavík til að ræða ITF ráðstefnuna sem verður í Marrakech og aukna samvinnu á milli eininga. Um var að ræða 26 aðila frá Norðurlöndunum sem hittust í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Friðrik Ómarsson, Jónas Þór Guðmundsson og Vala Gauksdóttir tóku þátt fyrir hönd FÍA.
Meðal þess sem fram fór á fundinum voru kynningar á starfsemi íslensku stéttarfélaganna (FÍA, FFÍ og FVFÍ), yfirferð frá fulltrúm VR vegna kjarabaráttu starfsfólks í farþegaafgreiðslu í Keflavík, kynning sagnfræðings á íslenskri sögu og menningu auk þess sem drjúgur tími fór í að ræða málefni hinna ýmsu aðildarfélaga flugráðs NTF á Norðurlöndunum. Að loknum fundi á fimmtudag var fundargestum boðið til 3ja rétta kvöldverðar í boði FÍA, FFÍ og FVFÍ. Fundinum lauk svo á föstudeginum með heimsókn í flugskýli Icelandair, Ground Operations og Network Control Center Í Keflavík.
FÍA vill þakka öllum þeim sem komu að fundinum ásamt skipuleggendum NTF.