None
31. maí 2024

NTF fundur í Reykjavík

The Nordic Transport Federation (NTF) Civil Aviation Section hittust 30. - 31. maí sl. í Reykjavík til að ræða ITF ráðstefnuna sem verður í Marrakech og aukna samvinnu á milli eininga. Um var að ræða 26 aðila frá Norðurlöndunum sem hittust í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Friðrik Ómarsson, Jónas Þór Guðmundsson og Vala Gauksdóttir tóku þátt fyrir hönd FÍA.

Meðal þess sem fram fór á fundinum voru kynningar á starfsemi íslensku stéttarfélaganna (FÍA, FFÍ og FVFÍ), yfirferð frá fulltrúm VR vegna kjarabaráttu starfsfólks í farþegaafgreiðslu í Keflavík, kynning sagnfræðings á íslenskri sögu og menningu auk þess sem drjúgur tími fór í að ræða málefni hinna ýmsu aðildarfélaga flugráðs NTF á Norðurlöndunum. Að loknum fundi á fimmtudag var fundargestum boðið til 3ja rétta kvöldverðar í boði FÍA, FFÍ og FVFÍ. Fundinum lauk svo á föstudeginum með heimsókn í flugskýli Icelandair, Ground Operations og Network Control Center Í Keflavík.

FÍA vill þakka öllum þeim sem komu að fundinum ásamt skipuleggendum NTF.