None
03. mar 2020

Hugað að hjartanu - hádegisfyrirlestur 5. mars

Starfsmenntasjóður býður að vanda upp á spennandi hádegisfyrirlestra um ólík málefni en fimmtudaginn 5. mars er komið að málefnum hjartans:

Fimmtudaginn 5. mars kl. 12-14 í Hlíðasmára 8

Hugað að hjartanu

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, heldur fyrirlestur um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum og mun einnig sýna í hverju meðferð við þeim felst. Sýndar verða myndir úr skurðaðgerðum og þau tæki sem eru í ,,cockpit" hjartaskurðlæknis á LSH. Loks mun hann sýna myndir af hjarta landsins sem hann hefur flogið yfir margsinnis með vini sínum RAX sem einnig er flugmaður.