Fréttabréf FÍA komið út 2014
Nú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta í tengslum við kjaraviðræður FÍA við Icelandair.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.
Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Ernir 25. nóv
Skrifað var undir nýjan kjarasamning við flugfélagið Ernir þann 25. nóvember s.l.
Samningurinn gildir til 1. október 2015 og er á svipuðum nótum og aðrir samningar.
Samningurinn var lagður til atkvæða og var samþykktur með 91% greiddra atkvæða.
Kallað eftir jafnri samkeppni flugfélaga
Félög flugmanna í Evrópu vara við óeðlilegri samkeppni meðal flugfélaga sem haft geta alvarlega afleiðingar fyrir flugrekstur í álfunni. Verði ekkert að gert til að jafna samkeppnisstöðu flugfélaganna, gæti flugrekstur eins og við þekkjum hann í dag, orðið að engu.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri útgáfu á vegum ECA, European Cockpit Association sem nú hefur verið birt. Útgáfan markar um leið upphaf herferðar samtakanna fyrir hönd flugmanna Evrópu til að vekja athygli evrópskra stjórnvalda á því ástandi sem nú ríkir.
Sífellt fleiri flugfélög innan Evrópu leita leiða til að lækka kostnað og gera það með óeðlilegum hætti. Þannig reyna þau að komast hjá því að greiða skatta og opinber gjöld til samfélagsins og ráða starfsfólk í gegnum gervi verktöku.
Ójöfn samkeppni frá flugfélögum utan Evrópu er einnig vandamál þegar þau njóta ríkisstyrkja og hafa aðgang að mun ódýrara fjármagni og eldsneyti en þekkist hjá öðrum flugfélögum.
Hægt er að nálgast fréttatilkyningu frá ECA um þetta hér.
Tengill á nýjan bækling ECA um samkeppnisaðstöðu flugfélaganna er hér.
Kjarasamningur við flugskólana samþykktur
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og Flugskólanna er nú lokið. 76 voru á kjörská og skiluðu 20 manns atkvæði sem gerir 26.3% kjörsókn. 17 samþykktu samninginn og 2 höfnuðu honum, einn sat hjá. Samningurinn er því samþykktur með 85% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 31. desember 2016.
Flugmenn Icelandair sakaðir um verkfallsaðgerðir í ágúst
Af gefnu tilefni vill stjórn FÍA koma því á framfæri að þeir farþegar Icelandair sem urðu fyrir óþægindum vegna niðurfellingar flugs FI540 þann 2. ágúst s.l. og fengu þær skýringar frá deildarstjóra þjónustueftirlits Icelandair, að ástæða niðurfellingarinnar væri verkfallsaðgerðir flugmanna, hafa þar fengið alrangar upplýsingar.
Flugmenn voru í verkfalli í maí og hafa ekki verið í verkfallsaðgerðum síðan kjarasamningur var undirritaður þann 21. maí s.l. Ofangreind ástæða sem starfmaður þjónustueftirlits Icelandair gefur farþegum félagsins er því með öllu óskiljanleg og aðför að heilum hópi samstarfsmanna hans.
Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair, í ljósi þess að óvíst er hve margir aðrir en þeir sem leituðu til FÍA hafi fengið þessa skýringu á niðurfellingunni.
Varðandi raunverulega ástæðu þess að flug FI540 var fellt niður, þá er það ekki hlutverk stéttarfélagsins að útskýra það að öðru leiti og vísum við á Icelandair í þeirri von að flugmönnum verði ekki blandað í það mál eftirleiðis.
Stjórn FÍA
Uppsagnir flugmanna dregnar til baka
Uppsagnir tveggja flugmanna Icelandair og uppsagnir á stöðum 6 flugstjóra félagsins sem áttu að færast í sæti flugmanna voru dregnar til baka í lok september.
Könnun um verktakaflugmennsku
Kæru flugmenn. FÍA hvetur alla til að taka þá í stærstu sjálfstæðu, einka-kostuðu könnun um ráðningarstöðu flugmanna. Evrópsk flugfélög og stéttafélög hvetja alla flugmenn Evrópu að svara þessari könnun. Það er hægt með því að smella á myndina sem þessari frétt fylgir.
Participate in the largest independent, public funded survey on pilot employment conditions. European Airlines and trade union associations encourage all European based pilots to fill in this questionnaire. You can go to the survey by clicking the image.
Vetrarúthlutun orlofsnefndar FÍA
Opnað verður fyrir vetrarúthlutun (2014-2015) þriðjudaginn 09.09.2014 klukkan 12:00 utc.
Fyrstur bókar fyrstur fær.
Minnum á orlofsvefinn www.orlof.is/fia og netfang Skýjaborga varðandi ábendingar og annað skyjaborgir@fia.is
Vegna Ebólufaraldurs
Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út í dag 7. ágúst 2014 yfirlýsingu og í framhaldi leiðbeinandi reglur varðandi ebólufaraldur þann er nú geisar í Vestur Afríku
- http://www.who.int/mediacentre/news/statements/2014/ebola-20140808/en/
- States should ensure that appropriate medical care is available for the crews and staff of airlines operating in the country, and work with the airlines to facilitate and harmonize communications and management regarding symptomatic passengers under the IHR (2005), mechanisms for contact tracing if required and the use of passenger locator records where appropriate.
Ebólufaraldurinn er bundinn við fjögur lönd í Afríku, þ.e. Líberíu, Sierra Leone, Gíneu og Nígeríu. Ekki hefur verið sett ferðabann á þessi lönd en vert er að viðhafa varúð þegar ferðast er til þeirra. Mikilvægt er talið að einstaklingar með einkenni ferðist ekki og er markvissri hitaskimun beitt á alþjóðaflugvöllum þessara ríkja, svo og á þeim landamærastöðvum þar sem því verður við komið. Sjúkdómurinn smitast við snertingu, snertismit, en ekki úðasmit. Nána snertingu og langvarandi samneiti við sjúklinga þarf til, enda eru þeir sem smitast nánustu ættingjar sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir umönnun þeirra.
Hvað varðar flugáhafnir er fljúga inn til þessara fjögurra landa má lesa eftirfarandi úr yfirlýsingu WHO:
Ekkert er sagt nánar um samneiti áhafnar og farþega, en réttast væri að í þeim flugvélum sem flygju inn á þessi fjögur lönd, væri eitt salerni frátekið fyrir áhöfn. Hvað varðar önnur flug til landa í Afríku og þá allra annarra landa, er gott að viðhafa viðbótar hreinlæti og spritta hendur eftir allar snertingar utan flugstjórnarklefa. Ef sérstakur grunur leikur á að sýktur einstaklingur sé um borð, má bæta við notkun einnota hanska og andlitsgríma.
Hannes Petersen læknir
Flugmenn Flugfélags Íslands samþykkja kjarasamning
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og Flugfélags Íslands er nú lokið. 50 voru á kjörská og skiluðu 31 manns atkvæði sem gerir 62% kjörsókn. 26 samþykktu samninginn og 4 höfnuðu honum, einn sat hjá. Samningurinn er því samþykktur með 87% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 31. desember 2014.
FÍA og SA fyrir hönd Flugfélags Íslands skrifa undir kjarasamning
Í dag, 20. júní 2014, var undirritaður nýr kjarasamningur FÍA við SA fyrir hönd Flugfélags Íslands. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga.
Flugmenn Landhelgisgæslunnar samþykkja kjarasamning
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og Landhelgisgæslunnar er nú lokið. 14 voru á kjörská og skiluðu 13 manns atkvæði sem gerir 92% kjörsókn. 13 samþykktu samninginn og enginn hafnaði honum, enginn sat hjá. Samningurinn er því samþykktur með 100% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 30. september 2014.