Sem hluta af því að bæta þjónustu til félagsmanna og auðvelda félagsmönnum aðgengi að upplýsingum höfum við nú opnað fyrir umsóknir í sjúkrasjóð og starfsmenntasjóð í FIA mobile appinu fyrir alla okkar félagsmenn. Þar er hægt að sjá eldri umsóknir og einnig hægt að sjá stöðu umsókna. Viðkomandi fær tilkynningu þegar staða umsóknar breytist.
Leiðbeiningar: Inn í FÍA mobile, smellið þið á Valmynd (e. Menu) og svo Umsóknir (e. Grants) og má sjá þar flipa fyrir Sjúkrasjóð og Starfsmenntasjóð. Svo þarf einungis að velja tegund styrkjar, upphæð og hengja með fylgigögn. Ef þið sjáið ekki Umsóknir undir valmynd er gott að loka appinu og fara aftur inn í það og gott að ganga úr skugga um að þið séuð með nýjustu útgáfu. Upplýsingar eru sóttar beint úr styrktarkerfinu í okkar bókhaldskerfi og gæti því tekið nokkrar sekúndur að hlaðast niður.
ATH! Með umsóknum þarf að fylgja reikningur og greiðslustaðfesting (t.d. posastrimill eða millifærslustaðfesting) svo að umsókn geti verið afgreidd. Ef gögn eru ófullnægjandi verður umsókn hafnað og þarf þá að hefja umsóknarferlið aftur að nýju og ganga úr skugga um að öll gögn séu til staðar.
Frá og með 1. desember verður aðeins tekið við umsóknum í gegnum appið. Það á til að þegar nýtt kerfi er tekið upp verða oft vankantar og biðjum við ykkur að sýna þolinmæði og hafa samband með athugasemdir.