Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Í dag féll dómur í máli Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. í Félagsdómi. Dómurinn staðfesti ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í FÍA. Þetta er fordæmisgefandi mál og því er sigurinn mikilvægur, ekki bara fyrir flugmenn heldur fyrir öll stéttarfélög í landinu.
„Málsatvik eru þau að íslenskt fyrirtæki í örum vexti rekur alla félagsmenn stéttarfélags á einu bretti en hafði stuttu áður ráðið til sín sambærilegan fjölda gerviverktaka sem gengu beint í störf stéttarfélagsmanna. Þetta var gert þrátt fyrir að í kjarasamningi milli aðila hafi verið skýr ákvæði um forgangsrétt félagsmanna FÍA til starfa hjá Bláfugli sem dómurinn staðfesti að séu enn í gildi, rétt eins og Landsréttur hafði áður komist að niðurstöðu um,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
„Þetta er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn gerviverktöku.“