Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) lýsir yfir fullum stuðningi við Eflingu í baráttu þeirra vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair í hlaðdeild félagsins á Reykjavíkurflugvelli.
Trúnaðarmenn á vinnustað njóta uppsagnarverndar samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. 4. og 11. gr. laganna. Framganga í máli sem þessu og stuðningur Samtaka Atvinnulífsins (SA) við aðgerðir sem fela í sér lögbrot vega að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga og kjarasamningum sem þau eiga aðild að.
FÍA fordæmir því þessar aðgerðir Icelandair, sem jafnframt eru studdar af SA og skorar um leið á Icelandair að draga uppsögnina til baka.