30. sep 2025

Reykjavík Flight Safety Symposium 2025

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna stendur árlega fyrir ráðstefnunni ,,Reykjavik Flight Safety Symposium".

Markmið ráðstefnunnar er að miðla fróðleik og skapa vettvang fyrir umræðu um þau málefni sem varða flugiðnaðinn á hverjum tíma. Ráðstefnan dregur til sín fjölbreyttan hóp úr flugiðnaðinum, alls staðar að úr heiminum. Þátttaka síðustu ár hefur farið fram úr björtustu væntingum og ljóst að umfjöllunarefnið höfðar til fjölbreytts áheyrendahóps, m.a. flugumferðarstjóra, flugfreyju og -þjóna, flugvirkja, flugmanna og aðila úr stjórnsýslunni.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni í ár eru: 

  • Friðfinnur Freyr Guðmundsson, ISAVIA ANS: Viðbúnaðarþjónusta ISAVIA ANS
  • Ragnar Guðmundsson, RNSA: Uncontrolled descent
  • Birta Líf Kristinsdóttir, Veðurstofa Íslands: Veðrið í tyrkneska atvikinu og hröð þróun flugveðurgagna síðustu árin.
  • Elísabet Eggertsdóttir, Samgöngustofa: State Safety Program
  • Þorgrímur Sigurðsson, Flugvirkjafélag Íslands: Flugvirkjar - Certifying staff (CRS)
  • Jóhann Wium, flugsálfræðingur: Geðheilbrigði og flugöryggi - getur vont skap valdið flugslysum?
  • Jón Hörður Jónsson, formaður Öryggisnefndar FÍA: Yfirlit og lokaorð

Eins og fyrri ár mun Starfsmenntasjóður styrkja félagsmeðlimi FÍA og greiða fyrir miðaverð. Skráning fyrir félaga FÍA fer fram hér: Skráning á Reykjavík Flight Safety Symposium 2025

Almenn miðasala fer svo fram í gegnum tix.is https://tix.is/event/20437/reykjavik-flight-safety-symposium

Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og lýkur um 15:30. Aðgangseyririnn er 9.900 krónur. Hádegishlaðborð og léttar veigar á ráðstefnunni er innifalið í verðinu.

RFSS2025