Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Á aðalfundi FÍA í gærkveldi lágu úrslit kosninga um stjórnarkjör í FÍA fyrir. Kosningaþáttaka var afar góð en um 72,64% sem voru á kjörskrá tóku þátt en
félagsmenn gátu kosið að þessu sinni. Aðalfundurinn fór fram að þessu sinni í höfuðstöðvum FÍA og var salurinn þéttsetinn.
Úrslit stjórnarkjörs FÍA eru:
Jón Þór Þorvaldsson, kjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Meðstjórnendur til næstu tveggja ára eru;
Elí Úlfarsson (ICE) - 62,67%
Örnólfur Jónsson (ICE) - 60%
Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE) - 59,83%
Högni Björn Ómarsson - 50,67%
Vala Gauksdóttir (FÍ) - 48,83%
Kristinn Alex Sigurðsson - 37,83%
Samkvæmt 16. gr. laga geta aðeins fimm félagsmenn frá hverjum samningsaðila FÍA geta tekið sæti í stjórn hverju sinni. Þar sem félagmenn frá Icelandair fylltu kvótann sinn í þessum er Vala sjálfkjörin í stjórn FÍA.
Félagsmenn FÍA óskar þeim til hamingju með kjörið og og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum.
Þeir stjórnarmenn sem hætta í stjórn eru Gunnar Björn Bjarnason, Högni Björn Ómarsson, Sara Hlín Sigurðardóttir og Steindór Ingi Hall. Félagsmenn FÍA þakkar þeim fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu atvinnuflugmanna.
Fyrir eru í stjórn: Guðmundur Már Þorvarðason, varaformaður, G. Birnir Ásgeirsson, Haraldur Helgi Óskarsson, Jóhannes Jóhannesson meðstjórnendur.