Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka braut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22. maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga.
Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra og neyðarflutninga.
Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á suðvesturlandi.