None
27. sep 2019

Kjarasamningur við Norlandair samþykktur

Kosningu um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Norlandair er nú lokið og var hann samþykktur með 13 atkvæðum. 15 manns eru á kjörskrá og tóku allir þátt í kosningunni. Um er að ræða samning til eins árs (1.2. 2019 -1.2. 2020). FÍA óskar flugmönnum Norlandair til hamingju með nýjan samning.