06. feb 2019

Framboðsfrestur fyrir aðalfund

Við minnum á að framboðsfrestur fyrir aðalfund FÍA rennur út þann 7. febrúar en framboð skulu berast skriflega til framkvæmdastjóra FÍA á netfangið lara@fia.is

Á aðalfundi verða varaformaður og þrír meðstjórnendur kosnir. Sé gengið út frá óbreyttri samsetningu stjórnar getur enginn þriggja meðstjórnenda verið úr hópi Icelandair, með vísan til 16. greinar laga FÍA. Verði nýr varaformaður kosinn, sem ekki vinnur fyrir Icelandair, getur eitt af þessum þremur meðstjórnarsætum farið til Icelandair.

Frambjóðendum mun gefast kostur á að kynna sig og stefnumál sín í pistli sem birtist í Fréttabréfi FÍA, sem kemur út fyrir aðalfund. Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu að íhuga framboð.

Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 28. febrúar, 2019 kl. 20:00-23:00.