18. júl 2025

Flugmenn Landhelgsgæslunnar samþykktu miðlunartillögu

Þann 15. júlí 2025 lauk kosningu um miðlunartillögu milli FÍA og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslu Íslands.

17 voru á kjörskrá og greiddu 16 atkvæði. Kjörsókn var því 94%. 16 flugmenn samþykktu miðlunartillöguna, og er því samþykkt með 100% þeirra sem tóku afstöðu.

Samningurinn hefur nú tekið gildi og gildir til 31. maí 2026.