Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Nú framundan er flugdagur á Akureyrarflugvelli, en þessi árlegi viðburður verður nú laugardaginn 23. júní og hefst kl. 13:00 þann dag. Kynnir er Ómar Ragnarsson. Nánari upplýsingar fást með því að smella á myndina hér í fréttinni.
Kynnir er Ómar Ragnarsson og aðgangseyrir er kr. 1000,-
Þess má geta að þessi flugdagur hefur verið mjög vinsæll undanfarin ár og hafa margir sem búsettir eru annars staðar en í Eyjafirði notað tækifærið og flogið á sínum einkaflugvélum norður yfir heiðar til að njóta "góða veðursins" sem alltaf er á norðurlandi. Þá er upplagt að nota tækifærið og skoða hið glæsilega Flugsafn Íslands og allar þær dýrðir sem það hefur uppá að bjóða.
Flugdagurinn hefur að jafnaði verið haldinn í námunda við Jónsmessuna og er árið í ár engin undantekning þar á.