None
07. apr 2011

FÍA tekur þátt í IFALPA ráðstefnu í Tælandi

Ársfundur IFALPA, International Federation of Airline Pilots Associations (Alþjóðasamtaka flugmannafélaga) hefst fimmtudaginn 7. apríl og stendur í 5 daga. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Chiang Mai, sem er stærsta borgin í norðurhluta Tælands. Ráðstefnan er degi styttri en síðustu ár og dagskráin þétt. Á fyrsta degi koma saman fulltrúar frá öllum stærstu flugmannafélögum heimsins, þ.e. flugmenn sem starfa fyrir sambönd flugfélaga eins og Star Alliance, Oneworld og Skyteam. Þar ræða þeir ásamt öðrum ráðstefnugestum um þróun og horfur í pallborði ásamt sérfróðum gestum sem miðla af sinni þekkingu og reynslu. Meðal umræðuefna eru svokölluð “trans national airlines”, en slík starfsemi þekkist vel á Íslandi og víðar um heim.

Auk ársfundar alþjóðasamtakanna, haldur hver heimshluti sinn fund og ræðir þar sín sérmál. Þannig sitja FÍA fulltrúar ráðstefnu ECA á laugardag, þar sem m.a. verður fjallað um nýja reglugerð EASA um flug-, vakt-, og hvíldartíma sem nú er í bígerð, flugslysarannsóknir, öryggismál og framtíðarhlutverk ECA.

FÍA sendir tvo fulltrúa á ráðstefnuna í Tælandi að þessu sinni, formann FÍA ásamt IFALPA/ECA fulltrúa. Stéttarfélagið tekur þannig áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, enda er slíkt nauðsynlegt í fagi sem þekkir engin landamæri.