Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Mikill meirihluti samgöngunefndar Evrópuþingsins hefur hafnað tillögu Framkvæmdastjórnar ESB að nýrri reglugerð um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna eða FTL. Tillagan var borin undir atkvæði nefndarinnar á fundi 1. október s.l. og niðurstaðan var afgerandi eða 21 á móti en 13 voru fylgjandi tillögunni. Drögin hafa lengi verið harðlega gangrýnd og ekki síst af forsvarsmönnum flugmanna í Evrópu enda þykja þau ekki uppfylla skilyrði um flugöryggi eins og fremstu vísindamenn hafa lagt til að séu lögð til grundvallar. Niðurstaða þingnefndarinnar sendir Framkvæmdastjórn ESB skýr skilaboð til um að lagfæra verður galla í tillögunni til að tryggja betur flugöryggi ef hún á að ná fram að ganga. Sjá nánar fréttatilkynningu ECA um málið hér.