Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Það var ánægjuleg sjón sem blasti við borgarbúum þegar nýleg breiðþota flugfélagsins Atlanta sveif tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið fyrr í dag. Vélin kom til félagsins í ágúst sl. en í heildina eru 9 samskonar fraktvélar í rekstri hjá Atlanta. Tegundin er Boeing 747-400.
Að sögn Baldvins Más Hermannssonar, forstjóra Air Atlanta, hefur fraktflugið gengið vel að undanförnu og er vélin önnur tveggja fraktflugvélaga sem hafa bæst við flota Atlanta á mjög stuttum tíma.
Um þessar mundir starfa 240 flugmenn hjá félaginu sem skapa mikilvægar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.
Vélin stoppar stutt á landinu en hún heldur áfram för sinni til Hahn í Þýskalandi seinnipartinn í dag.
Við þökkum Atlanta kærlega fyrir gleðja borgarbúa og minna okkur á mikilvægi íslensks flugrekstar fyrir land og þjóð.