None
12. feb 2019

Aukaársfundur EFÍA: Aukið lýðræði

Aukaársfundur EFÍA verður haldinn í Grjótsnesi, sal FÍA í Hlíðarsmára 8, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 12:00

Sú krafa hefur aukist jafnt og þétt að sjóðfélagar fái að koma frekar að að vali stjórnarmanna lífeyrissjóðsins. Stjórn EFÍA hefur, ásamt stjórn FÍA, haft málið til skoðunar og ákveðið að leggja til að breyta samþykktum þar sem fyrirkomulagi við val stjórnar er breytt.

Tillagan felur í sér að í stað þess að þrír fulltrúar í stjórn og þrír varamenn séu tilnefndir af stjórn FÍA munu sjóðfélagar sjálfir kjósa stjórnarmenn í þau sæti í beinum kosningum.

Samkvæmt tillögunum verður kosningafyrirkomulagið með þeim hætti að kosið er í hvert sæti til tveggja ára í senn. Annað árið er kosið í sæti tveggja aðalmanna og eins varamanns, seinna árið er svo kosið um sæti eins aðalmanns og tveggja varamanna.

Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins, sem snúa allar að stjórnarkjöri og þar með tilhögun þess og tilhögun ársfundar, verða kynntar á aukaársfundi sjóðsins. Í kjölfar fundarins verður opnað á rafræna kosningu um breytingarnar sem stendur yfir í viku.

Sjá nánari upplýsingar hér á heimasíðu EFÍA.

Verði tillögurnar samþykktar er fyrsta stjórnarkjör sjóðsins nú í vor, á ársfundi 2019. Á þeim fundi yrði kosið um tvo aðalmenn og einn varamann. Stjórn FÍA myndi tilnefna til eins árs einn aðalmann og tvo varamenn en þau stjórnarsæti yrði svo kosið um á ársfundi 2020.