Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Síðastliðinn föstudag, 31. maí, var haldinn ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA að Hlíðasmára 8. Á dagskrá voru hefðbundin störf.
Í kjölfar fundarins var rafræn kosning til stjórnar og einnig vegna samþykktabreytinga og lýkur henni 7. júní kl. 13:00. Í kosningu til stjórnar er kosið um tvo varamenn til stjórnarsetu í tvö ár. Í framboði eru:
Arna Óskarsdóttir - Upplýsingar um frambjóðanda
Gauti Sigurðsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Úlfar Henningsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa í öll sæti sem í boði eru og þurfa gildir kjörseðlar því að innihalda kosningu í tvö sæti varamanna.*
Þar sem eitt framboð barst í eitt sæti aðalmanns er sjálfkjörið í það sæti. Salvör Egilsdóttir mun sitja sem aðalamaður í tvö ár.
Einnig er kosið um samþykktabreytingar. Hér að neðan má sjá allar tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum EFÍA:
Tillögur stjórnar til samþykktabreytinga 2024
Kjörklefinn https://www.arionbanki.is/efia/um-efia/stjornarkjor-2024/kosningar-efia-2024/
Stjórn EFÍA