Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12:00 fer fram sjóðfélagafundur EFÍA. Þrjú mál eru á dagskrá.
Fyrst verður fjallað um ávöxtun sjóðsins á síðasta ári og hvernig nýja árið fer af stað.
Annað mál á dagskrá er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvæði í samþykktum LIVE lífeyrissjóðs var dæmt ógilt, en það varðar umreikning áunninna lífeyrisréttinda vegna spár um hækkandi lífaldur. Þessi dómur kann að hafa fordæmisgildi á samþykktir EFÍA.
Að lokum verður stutt kynning á reglum sjóðsins um makalífeyri.
Fundurinn verður haldinn í sal FÍA að Hlíðasmára 8. Léttar hádegisveitingar verða í boði og að sjálfsögðu opið fyrir spurningar og umræður.