Fréttir

23. mar 2012

Nýjar vinnutímareglur til umfjöllunar samgönguráðherra ESB

Samgönguráðherrar ESB ræða nýjar flug- og vakttímareglur í Brussel í dag (22.mars). Danski samgönguráðherrann sem nú fer með forsæti í samgönguráði ESB (EU Transport Counsil) hefur látið sig málið mjög varða og telur nauðsynlegt að vinnutímareglur flugmanna þurfi að byggja á vísindalegum niðurstöðum. ECA (European Cockpit Association) fagnar þessari afstöðu og hvetur ráðherra ESB til að setja öryggi farþega í forgrunn hinna nýju reglna sem nú eru til umfjöllunar.  Sjá nánar fréttatilkynningu frá ECA sem birt er hér.

At today’s EU Transport Council, the Danish EU Presidency will launch a Ministerial debate on the safety risks associated with pilot fatigue and the need for adequate EU regulations to prevent accidents. Based on the Presidency’s programme – which states that “flight time regulations for pilots and cabin crew must be based on scientific evidence”, the Danish Transport Minister stated that “Fatigue among pilots is a very serious matter and over the coming years, the increasing number of passengers and flights will pose challenges in relation to the pilots’ flight time regulations.” ECA welcomes this commitment and calls upon Ministers to place the safety of Europe’s air passengers at the core of future EU rules on pilot fatigue.

This Ministerial debate comes just 3 days after the close of a stakeholder consultation on a revised proposal for future EU pilot fatigue rules, issued by the European Aviation Safety Agency (EASA) on 18 Jan. 2012.

“Ministers and politicians cannot afford to ignore the real safety threat posed by fatigued pilots” says Nico Voorbach, ECA President and a pilot himself. “It is the Ministers who will have to sign the new EU rules, and it is they who will have to take the political responsibility if things go wrong and an accident happens where fatigue played a role. We therefore strongly welcome the EU Presidency’s initiative. We urge the Ministers present today to request that EASA’s final proposal is firmly based on medical and scientific evidence, and puts passenger safety ahead of the airlines’ commercial interests.”

“EASA’s new text includes some urgently needed improvements, compared to its initial proposal of Dec. 2010, says Philip von Schöppenthau, ECA Secretary General. However, it still disregards many findings of three scientists commissioned by EASA itself. The scientists recommend e.g. to limit flying at night to 10 hours, but EASA insists on 11 hours. Equally, if EASA’s rules are not amended, a pilot could be asked to land the plane after being awake for 20-21 hrs. I am not sure this is what passengers expect from the EU and from their Transport Ministers.”

For further information, please contact:
Nico Voorbach, ECA President, Tel: +32-491-37.89.82
Philip von Schöppenthau, ECA Secretary General, Tel: +32-2-705.32.93

And visit:
www.dead-tired.eu + videoOption Not Available

Note to editors:
ECA is the representative body of European pilot associations, representing over 38.000 pilots from across Europe. Website: www.eurocockpit.be

Lesa meira
15. júl 2011

Yfirlýsing frá FÍA

Stjórn og samninganefnd FÍA lýsa furðu sinni yfir yfirlýsingum Samtaka ferðaþjónustunnar og minna jafnframt á að flugmenn eru ekki að fara í verkfall, heldur yfirvinnubann, sem þýðir að menn mæta til vinnu bæði á uppsettar vaktir sem og bakvaktir. Þau tilfelli sem flugmenn vinna ekki eru ef reynt er að kalla þá af frívöktum. Ef slíkt kemur upp í einhverjum mæli er það vísbending um að fyrirtækið sé ekki nægilega vel mannað en samkvæmt þeim samningi sem nú er unnið eftir, er reiknað með að fyrirtækið skuli manna sig rétt til að manna allar vaktir og 10% betur til að standa straum af óvæntum atriðum, s.s. veikindum eða öðrum þáttum sem verða til þess að vaktir breytast.

FÍA minnir jafnframt á að það eru fleiri aðilar við samningaborðið en þeir einir og vísa ábyrgð á stöðunni til viðsemjenda sem ekki vilja ljá máls á þeim einföldu atriðum sem óskað er eftir að verði lagfærð sem öll eru hluti af títtnefndu starfsöryggismáli. FÍA gerir sér grein fyrir því að sveiflur eru í ferðaþjónustunni hérlendis sem og í öðrum löndum. Staðreyndin er sú að allflest erlend flugfélög taka ekki svona á starfsmannamálum sínum, heldur er öllum haldið í vinnu yfir þann tíma sem minna er að gera, svo fremi sem ljóst þyki að eingöngu sé um árstíðasveiflu að ræða, hvers vegna þarf Icelandair, fyrirtæki sem hefur verið að skila methagnaði, að láta starfsfólk taka á sig þessa sveiflu, er sjálfgefið að starfsmenn séu launalausir vetur eftir vetur til þess eins að hluthafar geti fengið afrakstur sumarvinnu þeirra í vasann?

Mikið er talað um að flugmenn séu hálaunamenn en alltaf gleymist í þeirri umræðu að flugnám kostar í dag a.m.k. 12 milljónir og er ekki lánshæft nema að litlum hluta, menn horfa svo til þess að fá eingöngu vinnu í 3-6 mánuði á ári fyrstu 6-8 árin, það er reikningsdæmi sem illa gengur upp. Varðandi laun þessara manna sem við þetta búa þá eru grunnlaun þeirra á milli 4 og 500 þúsund að viðbættu vaktaálagi, það þýðir árslaun upp á um 1,5 - 3 milljónir auk vaktaálags á ári miðað við það starf sem þetta ágæta fyrirtæki er að bjóða þeim uppá.

Það ítrekast hér að Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gengið að þeim launahækkunum sem Samtök atvinnulífsins bjóða uppá og bundnar voru vonir til þess að komið yrði til móts við þennan hóp í einhverjum skrefum varðandi að lagfæra þetta óviðunandi ástand sem nú varir varðandi störf þessa hóps sem ekki getur tryggt sér og fjölskyldum sínum viðunandi lífsskilyrði miðað við þann kostnað sem til féll við að koma sér í þetta starf hjá okkar ágæta fyrirtæki.

FÍA skorar á SA og Icelandair að opna augun fyrir raunveruleikanum og stíga hænuskref í átt til þessa hóps sem ætlar með stolti að vinna hjá fyrirtækinu, eflaust flestir til starfsæviloka ef þeim er gert það klefit með ofangreindum lagfæringum. Jafnframt skorar félagið á Samtök ferðaþjónustunnar að líta í eigin barm og hvetja aðildarfélög sín að búa starfsfólki kjör sem hægt er að búa við allt árið!

Lesa meira