Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna – í tilefni af svörum samninganefndar ríkisins um ályktun frá flugmönnum Landhelgisgæslunnar
Í tilefni af svörum samninganefndar ríkisins (SNR) um ályktun frá flugmönnum Landhelgisgæslunnar vill Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.
Í málflutningi sínum lítur samninganefndin með öllu framhjá því að eðli starfa flugmanna Landhelgisgæslunnar er ekki hægt að líkja saman við önnur störf opinberra starfsmanna.
Sérstaða flugmanna LHG er að mati FÍA augljós og verður að taka tillit til þess við gerð kjarasamnings en þeir standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi, fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður, með veikt og slasað fólk og starfa þannig undir miklu álagi.
Mikilvægt er að bæði staða þeirra í starfi og flugöryggi sé vel tryggt.
SNR leggur mikla áherslu á að afnema beintengingu kjarasamnings flugmanna hjá LHG við kjarasamning FÍA við Icelandair. Því til grundvallar hefur nefndin vísað til úrskurðar gerðardóms í máli ríkisins og Flugvirkjafélags Íslands og fullyrðir að tenging við kjarasamninga á almennum markaði sé ólögmæt.
Samninganefnd ríkisins hefur einnig lagt höfuðáherslu á að afnema ákvæði kjarasamnings um starfsaldurslista. Sú niðurstaða SNR að flugöryggi sé nægilega tryggt með því að afnema starfsaldurslista endurspeglar skilningsleysi á starfsumhverfi flugmanna LHG og mikilvægi þess að heilbrigð öryggismenning sé í raun tryggð.
Kostnaðarsamar hugmyndir samninganefndar
Sem fyrr segir telur samninganefnd FÍA að samninganefnd ríkisins hafi ekki kynnt sér starfsumhverfi og -aðstæður flugmanna nægilega vel. Sem dæmi um hversu illa nefndin virðist hafa sett sig inn í málin má benda á að samningatillögur hennar munu að öllum líkindum kosta almenning hundruðir milljóna króna meira í aukakostnað en núverandi fyrirkomulag:
Samninganefnd ríkisins lýsir því yfir að hún hafi eindreginn vilja til að ná sanngjörnum samningi sem sé í samræmi við lög og reglur sem um störf flugmanna Landhelgisgæslunnar gilda. Skýtur það skökku við þar sem samningaviðræður við SNR hafa verið mjög einhliða viðræður af hálfu ríkisins þar sem eingöngu virðist koma til greina að samþykkja það sem kemur þeim megin frá að borðinu en ekki litið til sjónarmiða flugmanna og núgildandi kjarasamnings.
FÍA hefur fundið fyrir miklum stuðningi varðandi sjónarhorn flugmanna Landhelgisgæslunnar við samningagerð frá bæði dómsmálaráðherra og yfirmönnum Landhelgisgæslunnar en ljóst er að fjármálaráðuneytið virðist ekki hafa sama skilning á málinu og hefur nefndin reynst treg til að kynna sér séraðstæður flugmanna.