Öryggisnefnd

Öryggisnefnd FÍA er ein af fjórum fastanefndum FÍA. Nefndin starfar á faglegum grunni og er ætlað að takast á við mál er varða öryggi flugmanna. Nefndin er skipuð af stjórn FÍA en er að öðru leiti sjálfstætt starfandi. Í nefndinni sitja sex félagsmenn FÍA og eru þeir bundnir þagnarskyldu um það sem þeir komast að í starfi sínu fyrir nefndina og leynt á að fara.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna stendur árlega fyrir ráðstefnunni Reykjavik Flight Safety Symposium

Ráðstefnan verður næst haldin 11. apríl 2019 á Hilton Reykjavík Nordica.

Allir fyrirlestrar og helstu umræður fara fram á ensku. Aðgangseyrir er hóflegur og er hádegishlaðborð og aðrar veitingar innifaldar.

Viðburðurinn laðar að m.a. flugumferðarstjóra, flugmenn og aðila úr stjórnsýslunni.

Uppröðun fyrirlesara eru ekki endanlega lokið og eru allar hugmyndir og tilnefningar velkomnar.

Upptökur af fyrirlestrum fyrri ára má finna hér. Þeir sem vilja gerast styrktaraðilar er bent á að hafa samband við skrifstofu FÍA í síma 599 1199 eða tölvupósti fia@fia.is. Styrktaraðilar verða auglýstir samhliða ráðstefnunni.