15. jan 2019

Svefntími fólks í vaktavinnu

Miðvikudaginn 16. janúar, kl. 12-14, stendur Starfsmenntasjóður FÍA fyrir áhugaverðum hádegisfyrirlestri þar sem dr. Erla Björnsdóttir fer yfir helstu þætti er varða svefntíma fólks í vaktavinnu.

Við bendum jafnframt á að erindið verður endurtekið þriðjudaginn 5. febrúar.

Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns. Hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði hún svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi og er höfundur bókarinnar Svefn, sem kom út árið 2017.