17. jan 2019

Kjarasamningur við Mýflug samþykktur

Kosningu um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Mýflugs er nú lokið og var hann samþykktur með 10 atkvæðum. 11 manns eru á kjörskrá og tóku 10 þátt í kosningunni.

FÍA skrifaði undir kjarasamninginn við Mýflug á gamlársdag en samningurinn gildir til 30. júní 2020.
Við óskum þeim hjá Mýflugi til hamingju með samninginn.