14. sep 2018

Kjarasamningur FÍA við Norlandair samþykktur

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Norlandair 22. ágúst s.l. og er atkvæðisgreiðslu lokið þar sem samningurinn var samþykktur. Kjörsókn var 100% og voru 57,14% samþykkir, 28,57% samþykktu ekki nýja samninginn og 14,29% sem skiluðu auðu. Gildistími samnings eru 12 mánuðir, en eldri samningur rann út febrúar á þessu ári. Við óskum þeim hjá Norlandair til hamingju með nýja samninginn.