23. jan 2019

Drónar á lofti

Drónar geta verið gagnleg tól og skemmtileg leikföng en aukin notkun þeirra getur þó haft neikvæð áhrif á flug, eins og tafir og lokanir á flugvöllum hafa nýverið sýnt. Því er mikilvægt að flugmenn þekki rétt viðbrögð þegar kemur að drónum. BALPA og GATCO hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við þegar drónar sjást á lofti en þær er hægt að lesa á meðfylgjandi mynd. Nánari upplýsingar um dróna og áhrif þeirra á flug er m.a. að finna á vefsíðu ECA.

Drone Sighting Guidelines_V6.jpg