Heilsuvernd sjúkrasjóðs FÍA

Trúnaðarlæknir FÍA, Hannes Petersen, er ekki með fasta viðverutíma í FÍA en félagsmönnum með erindi til hans er bent á að hafa samband við skrifstofu FÍA eða senda tölvupóst beint á hann á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


 

Í desember 2008 fór í gang nýtt heilsuverndarátak á vegum Sjúkrasjóðs FÍA. Að neðan er talin sú þjónusta sem Sjúkrasjóður FÍA greiðir fyrir. Enn fremur er miðað að því að hafa á netsíðu FIA bitastæðar og skilvirkar upplýsingar og annað lesefni sem miðar að heilsueflingu félaga.

Minnt er á að félagsmenn Sjúkrasjóðs FÍA eru einungis þeir sem hafa greitt í sjóðinn á síðustu þremur mánuðum.

Félagsmenn í EFÍA hafa heimild til að mæta í blettaskoðanir og blóðrannsókn á kostnað Sjúkrasjóðs FÍA.

Athugið að ekki er tekið við umsóknum vegna reikninga sem eru eldri en tveggja ára.

 

Blóðsýni

Blóðsýni eru tekin í Rannsóknastofu Læknasetursins í Þönglabakka sem er opinn mán-fös 0830-1700. Flugmenn og konur gefa sig fram í afgreiðslunni og segja þeir sé að koma í blóðrannsókn á vegum FÍA. Flugmenn greiða ekkert fyrir fyrstu rannsókn en þurfi að fylgja niðurstöðum eftir með frekari rannsóknum, þá greiða þeir sjúklingagjald viðbótarrannsókna úr eigin vasa.
Lagt er til að félagar fari í blóðrannsókn á 2-3 ára fresti.

MIKILVÆGT ER AÐ REYNA AÐ KOMA FASTANDI Í BLÓÐTÖKU (ca 6 klst)

Eftirfarandi rannsóknir eru gerðar:

  • Blóðhagur (Blóðrauði osfrv)
  • Blóðfitur
  • Blóðsykur
  • Lifrarpróf (ASAT, ALAT)
  • Nýrnapróf (kreatintin)
  • PSA (blöðruhálskirtilskrabbamein) hjá körlum eldri en 50 ára.

Niðurstöður eru sendar í pósti til viðkomandi eins skjótt og unnt er, ásamt ráðleggingum um framhaldið ef með þarf. Einnig er unnt að nálgast niðurstöður með því að hafa samband við Sigurð Árnason lækni gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í bráðatilfellum í síma +354 8600192

Blóðsýni er einnig í boði fyrir félagsmenn EFÍA vegna rannsóknarhagsmuna Sjúkrasjóðsfélaga.

Blettaskoðun

Vel er staðfest að flugmenn hafa hærri tíðni á húðkrabbameinum en algengt er og á þetta sérstaklega um sortuæxli. Húðlæknastöðin er með sérstaka tíma fyrir flugmenn og eru þeir auglýstir hverju sinni. Þeir sem fara í slíka tíma munu vera þátttakendur í hóprannsókn um ástand og þróun húðar hjá flugmönnum.

Lagt er til að félagar fari í blettaskoðun árlega.

Blettaskoðun er einnig í boði fyrir félagsmenn EFÍA vegna rannsóknarhagsmuna Sjúkrasjóðsfélaga.

Krabbameinsskoðun hjá Krabbameinsfélag Íslands

Konur eru hvattar til þess að fara í krabbameinsleitina á tveggja ára fresti í leghálsstrok allar konur og einnig í brjóstamyndatöku eftir fertugt. Unnt er að panta sér tíma í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, R í síma  540 1919 og greina þá jafnframt frá því að FIA greiði fyrir skoðunina. Einnig er unnt að panta tíma gegnum netsíðu Krabbameinsfélagsins www.krabb.is og trítla á reit ofantil til hægri “Panta tíma í leitarstöðina”. Lagt er til að flugkonur fari í skoðun á tveggja ára fresti.

Ristilspeglun

Mælt er með því að allir fari í ristilspeglun eftir fimmtugt. Samið hefur verið við Jón Örvar Kristinsson, meltingarlækni, um að það hafa umsjón með verkinu. Unnt er að panta sér tíma hjá honum í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Lagt er til að allir félagar fimmtugir og eldri fari óhræddir í þessa skoðun. Finnist ekkert sjúklegt og ef engin saga er um ristilkrabbamein í ætt þá þarf ekki að endurtaka skoðun fyrr en eftir 5-10 ár.

Hjartarannsókn og álagspróf

Allir félagsmenn yfir fertugt eru hvattir til að fara í hjartarannsókn og álagspróf hjá Hjartavernd. Til að bóka tíma skal einfaldlega hafa samband við Hjartavernd í síma 535 1800 og taka fram að þú sért félagsmaður í FÍA, þá er tíminn án endurgjalds.

Heyrnartappar með hljóðsíu

Sjúkrasjóðurinn greiðir að fullu fyrir hljóðsíur frá Phonak. Pantið tíma hjá Einari Jóni Einarssyni í síma 866 8500 eða á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hann tekur mát og pantar tappana. Afgreiðslutími er 12 vikur.

Tæknifrjóvgun og ættleiðing

Sjúkrasjóður FÍA styrkir frá 1. apríl 2010 félagsmenn er þurfa að fara í tæknifrjóvgun, hvort sem um er að ræða félagsmann eða maka hans. Styrkurinn er kr. 50.000,- og greiðist fyrir allt að þrjú skipti á almanaksári. Einnig er styrkur upp á kr. 150.000,- fyrir ættleiðingu.

Gleraugu og linsur

Sjúkrasjóður FÍA styrkir frá 1. ágúst 2012 félagsmenn er þurfa að kaupa gleraugu eða linsur. Krafa er um að viðkomandi sé með takmörkun í heilbrigðisvottorði þar sem gleraugna er krafist. Styrkurinn er fyrir andvirði kostnaðar þó að hámarki kr. 75.000,- og er hægt að sækja um með a.m.k. 24 mánaða millibili. Þeim sem nota linsur er bent á að halda saman nótum og koma með eina umsókna fyrir hvert 24 mánaða timabil. Afrit af heilbrigðisvottorði skal fylgja umsókn.

Laseraðgerð á augum

Sjúkrasjóður FÍA styrkir félagsmenn er þurfa að fara í Laseraðgerð á augum. Greiddar eru kr. 150.000 kr. fyrir aðgerð á báðum augum.

Heyrnartæki

Sjúkrasjóður FÍA styrkir frá 1. ágúst 2012 félagsmenn er þurfa að kaupa heyrnartæki. Styrkurinn er fyrir andvirði kostnaðar þó að hámarki kr. 150.000,- og er hægt að sækja um með a.m.k. 24 mánaða millibili.

Umsókn um styrk úr sjúkrasjóði FÍA

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is